NÚVITUND

Núvitund er sú vitund sem verður til við að veita því athygli sem er að gerast án þess að dæma það (Kabat-Zinn and Kabat-Zinn, 2014)

Með öðrum orðum er núvitund að veita því athygli sem er að gerast núna, bæði innra með okkur og í kringum okkur, með góðvild og forvitni. Núvitund er ekki bara einföld athygli, hún tengir hug og hjarta.

Þegar þú ferð að veita hlutum athygli með núvitund, breytist samband þitt við heiminn, þú sérð meira og þú sérð dýpra. “Að vita hvað þú ert að gera um leið og þú ert að gera það er kjarninn í núvitundarþjálfun”(Kabat-Zinn, 2004).

Rannsóknir sýna að núvitund getur verið hjálpleg á fjölbreyttan hátt, til dæmis:

  • Að læra að þekkja þig betur
  • Að vera betur við stjórn í eigin lífi
  • Að bregðast skynsamlega við og síður af hvatvísi
  • Að draga úr streitu og auka vellíðan
  • Að bæta tengsl við sjálfan þig og aðra
  • Að þjálfa heilann

Hér hleður þú niður hljóðskrám. Á þessum hljóðskrám eru núvitundaræfingar sem mælt er með að gerðar séu með barninu. Núvitundaræfingar eru eins og allar aðrar æfingar. Því oftar sem þú æfir þig, þeim mun meira færð þú út úr þeim. Hægt er þjálfa núvitund á tvennan máta, með formlegum og óformlegum æfingum.

Hver þáttur inniheldur núvitundaræfingu sem talinn er hæfa þeim þætti. Sumir þættir hafa sömu núvitundaræfingu. Tilgangur endurtekninga er að hjálpa þér að ná betri tökum á núvitund. Hver þáttur inniheldur núvitundaræfingu sem talinn er hæfa þeim þætti. Sumir þættir hafa sömu núvitundaræfingu. Tilgangur endurtekninga er að hjálpa þér að ná betri tökum á núvitund.

AÐ (S)KANNA LÍKAMANN

Núvitundaræfing í tengslum við: Sjálfstiltrú; Vaxtarhugarfar

AÐ HORFA Á HLJÓÐ OG HUGSANIR

Núvitundaræfing í tengslum við: Félagsleg seigla; Leiðtogafærni

AKKERIÐ

Núvitundaræfing í tengslum við: Endurskoðun hugarfars; Lausn vanda; Tilfinningaleg seigla

ANDA OG TELJA

Núvitundaræfing í tengslum við: Sjálfsþekking; Sjálfsstjórn

VELVILD TIL ÞÍN OG ANNARRA

Núvitundaræfing í tengslum við: Félagsvitund; Færni í samböndum

BIHOTZEKO MEDITAZOA

head

Núvitundaræfing í tengslum við: Autokontzientzia; Autorregulazioa; Kontzientzia soziala

© The UPRIGHT project. All rights reserved
Webmaster: Serafina Agnello